------------------------------------------------------- UPPLÝSINGAR FYRIR MYNSTUR: ------------------------------------------------------- GARÐAPRJÓN (prjónað í hring): GARÐAPRJÓN (prjónað fram og til baka):
*1 umferð slétt og 1 umferð brugðið*, endurtakið frá *-*.
Lykkjurnar eru prjónaðar slétt í öllum umferðum.
MYNSTUR:
Sjá mynsturteikningu A.1 og A.2. Mynsturteikning sýnir allar umferðir í mynstri séð frá réttu.
ÚTAUKNING-1:
Öll útaukning er gerð frá réttu!
Aukið út um 1 lykkju með því að slá 1 sinni uppá prjóninn. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn brugðið svo ekki myndist gat. Nýjar lykkjur eru prjónaðar í sléttprjóni.
ÚTAUKNING-2:
Prjónið þar til 1 lykkja er eftir á undan prjónamerki í hlið, sláið 1 sinni uppá prjóninn, 2 lykkjur slétt, sláið 1 sinni uppá prjóninn. Endurtakið í hinni hliðinni. Í næstu umferð er uppslátturinn prjónaður snúinn slétt, svo ekki myndist gat. Nýjar lykkjur eru prjónaðar í sléttprjóni.
-------------------------------------------------------
BYRJIÐ Á STYKKI HÉR:
-------------------------------------------------------
TOPPUR - STUTT ÚTSKÝRING Á STYKKI:
Stykkið er prjónað ofan frá og niður. Fyrst er fram- og bakstykki prjónað hvort fyrir sig, fram og til baka niður að handveg, síðan er fram- og bakstykki prjónað í hring.
BAKSTYKKI:
Prjónið hægri öxl þannig:
Fitjið upp 16-17-17-18-19-20 lykkjur á hringprjón 4,5 með Belle.
UMFERÐ 1 (= rétta): 3 lykkjur með GARÐAPRJÓN – sjá útskýringu að ofan (= að hálsmáli), 10-11-11-12-13-14 lykkjur slétt, 3 lykkjur garðaprjón (= að handveg).
UMFERÐ 2: 3 lykkjur garðaprjón, brugðnar lykkjur þar til eftir eru 3 lykkjur, 3 lykkjur garðaprjón.
Endurtakið umferð 1 og 2 8 sinnum til viðbótar (= alls 9 sinnum) = 18 umferðir.
Í næstu umferð er aukið út um 1 lykkju innan við 3 lykkjur í garðaprjóni að hálsi – lesið ÚTAUKNING-1 = 17-18-18-19-20-21 lykkja. Prjónið 1 umferð til baka frá röngu og geymið stykkið. Stykkið mælist ca 8 cm frá uppfitjunarkanti og niður.
Prjónið vinstri öxl þannig:
Fitjið upp og prjónið eins og hægri öxl, nema spegilmynd. Þ.e.a.s. þegar aukið er út um 1 lykkju við hálsmál er aukið út um 1 lykkju á undan 3 lykkjum í garðaprjóni að hálsmáli í 19. umferð. Prjónið 1 umferð til baka frá röngu.
Prjónið nú vinstri og hægri öxl saman þannig:
Snúið stykkinu (= vinstri öxl) og prjónið eins og áður yfir allar lykkjur og fitjið upp 35-35-37-37-39-39 nýjar lykkjur fyrir hálsmáli í lok umferðar, síðan eru prjónaðar 17-18-18-19-20-21 lykkjur frá hægri öxl inn á prjóninn = 69-71-73-75-79-81 lykkjur. ATHUGIÐ PRJÓNFESTUNA! Nýjar lykkjur sem fitjaðar voru upp fyrir háls við miðju að aftan eru prjónaðar í garðaprjóni, aðrar lykkjur á bakstykki eru prjónaðar í sléttprjóni og garðaprjóni eins og áður.
Þegar prjónaðar hafa verið 4 umferðir í garðaprjóni yfir nýjar lykkjur fyrir hálsmáli er mynstur prjónað jafnframt því sem aukið er út fyrir handveg. Byrjið frá réttu og prjónið þannig: 3 lykkjur garðaprjón, 13-14-15-16-18-19 lykkjur í sléttprjóni, A.1 (= 7 lykkjur), A.2 (= 23 lykkjur), A.1, 13-14-15-16-18-19 lykkjur í sléttprjóni, 3 lykkjur í garðaprjóni. Haldið svona áfram með mynstur fram og til baka, JAFNFRAMT þegar stykkið mælist 13-12-12-10-10-9 cm frá uppfitjunarkanti á öxl er aukið út um 1 lykkju innan við 3 lykkjur í garðaprjóni í hvorri hlið fyrir handveg. Aukið svona út í hverri umferð frá réttu alls 3-5-7-10-12-16 sinnum = 75-81-87-95-103-113 lykkjur. Prjónið 1 umferð til baka frá röngu á eftir síðustu útaukningu og geymið stykkið. Stykkið mælist 15-16-17-18-19-21 cm frá öxl og niður.
FRAMSTYKKI:
Fitjið upp og prjónið á sama hátt og bakstykki.
Þegar allar útaukningar fyrir handveg er lokið eru = 75-81-87-95-103-113 lykkjur í umferð. Á eftir síðustu útaukningu er prjónuð 1 umferð til baka frá röngu.
Prjónið nú frá réttu þannig: Snúið og prjónið yfir allar lykkjur á framstykki, fitjið upp 4-6-8-10-12-14 nýjar lykkjur fyrir handveg, setjið eitt prjónamerki mitt á milli þessa nýju lykkja (= 2-3-4-5-6-7 lykkjur hvoru megin við prjónamerki), prjónið 75-81-87-95-103-113 lykkjur frá bakstykki inn á sama hringprjón og fitjið upp 4-6-8-10-12-14 nýjar lykkjur fyrir handveg, setjið eitt prjónamerki mitt í þessar nýju lykkjur (= 2-3-4-5-6-7 lykkjur hvoru megin við prjónamerkin). HÉÐAN ER NÚ MÆLT!
FRAM- OG BAKSTYKKI:
= 158-174-190-210-230-254 lykkjur. Prjónið síðan stykkið í hring á hringprjón. Prjónið mynstur og sléttprjón eins og áður, en yfir miðju 10-12-14-16-18-20 lykkjur í hvorri hlið (þ.e.a.s. 5-6-7-8-9-10 lykkjur hvoru megin við prjónamerki á hvorri hlið) er prjónað garðaprjón. Þegar prjónaðar hafa verið 4 umferðir garðaprjón yfir lykkjur inn í hvorri hlið er haldið áfram í sléttprjóni, A.1 og A.2 eins og áður. Þegar stykkið mælist 4 cm er aukið út um 2 lykkjur hvoru megin á stykki – lesið ÚTAUKNING-2! Aukið svona út í 6.-6.-7.-7.-7.-7. hverri umferð alls 13 sinnum = 210-226-242-262-282-306 lykkjur. Haldið síðan áfram þar til stykkið mælist 40-41-42-4.-44-44 cm (alls 56-58-60-62-64-66 cm frá öxl). Prjónið 4 umferðir garðaprjón. Fellið af með sléttum lykkjum. Til að koma í veg fyrir að affellingarkanturinn verði stífur er slegið 1 sinni uppá prjóninn á eftir ca 6. hverja lykkju. Uppslátturinn er felldur af eins og venjuleg lykkja.
FRÁGANGUR:
Saumið axlasauma með lykkjuspori. Passið uppá að saumurinn verði ekki stífur.